Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 15. janúar
Championship
Blackburn - Portsmouth - 19:45
Úrvalsdeildin
Arsenal - Tottenham - 20:00
Everton - Aston Villa - 19:30
Leicester - Crystal Palace - 19:30
Newcastle - Wolves - 19:30
Bundesligan
Stuttgart - RB Leipzig - 19:30
Bayern - Hoffenheim - 19:30
Werder - Heidenheim - 19:30
Union Berlin - Augsburg - 19:30
Bochum - St. Pauli - 17:30
WORLD: International Friendlies
Italy U-18 - Spain U-18 - 13:30
Chile U-20 - Argentina U-20 - 21:30
Spain U-19 - Italy U-19 - 12:00
Serie A
Inter - Bologna - 19:45
Bikarkeppni
Almeria - Leganes - 18:30
Barcelona - Betis - 20:00
Elche - Atletico Madrid - 20:30
Pontevedra - Getafe - 18:30
fim 15.ágú 2024 09:40 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 4. sæti „Á að vera einn sá efnilegasti"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á morgun. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í fjórða sæti er Manchester United sem spilar einmitt í opnunarleiknum.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Erik ten Hag fékk að halda áfram sem stjóri Man Utd.
Erik ten Hag fékk að halda áfram sem stjóri Man Utd.
Mynd/EPA
Bruno Fernandes er fyrirliði Man Utd.
Bruno Fernandes er fyrirliði Man Utd.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik en Hag, Matthijs de Ligt, Nouasir Mazroui og Dan Ashworth.
Erik en Hag, Matthijs de Ligt, Nouasir Mazroui og Dan Ashworth.
Mynd/Man Utd
Lisandro Martinez, slátrarinn.
Lisandro Martinez, slátrarinn.
Mynd/Getty Images
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, tveir mjög efnilegir.
Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, tveir mjög efnilegir.
Mynd/Getty Images
Anna María Baldursdóttir heldur upp á Man Utd.
Anna María Baldursdóttir heldur upp á Man Utd.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rio Ferdinand, kóngurinn.
Rio Ferdinand, kóngurinn.
Mynd/Getty Images
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd/Getty Images
Leny Yoro, einn sá efnilegasti.
Leny Yoro, einn sá efnilegasti.
Mynd/Getty Images
Antony er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsfólki Man Utd.
Antony er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsfólki Man Utd.
Mynd/Getty Images
Luke Shaw er alltaf meiddur.
Luke Shaw er alltaf meiddur.
Mynd/Getty Images
Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, með Erik ten Hag.
Sir Jim Ratcliffe, eigandi Man Utd, með Erik ten Hag.
Mynd/Getty Images
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Mynd/Getty Images
Manchester United er orðið fótboltafélag aftur. Eftir að hafa verið með aðalfókusinn á viðskiptahliðina í eigendatíð Glazer-fjölskyldunnar þá hefur fókusinn verið settur á fótboltann eftir að Sir Jim Ratcliffe keypti um 25 prósenta hlut í félaginu. Hann réði inn fólk með vit á að byggja upp fótboltalið og þar fer fremstur í flokki Dan Ashworth, sem tók við sem yfirmaður fótboltamála. Hann hefur síðustu árin starfað hjá Newcastle, Brighton og enska fótboltasambandinu en orðspor hans er mjög gott.

Það var óvissa með framtíð Erik ten Hag í stjórastólnum en að lokum var tekin ákvörðun um að hann yrði áfram. Það voru ekki betri möguleikar á markaðnum og eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í FA-bikarnum undir lok síðustu leiktíðar, þá vann hann sér inn ákveðið traust til að halda áfram. En síðasta leiktíð var ekki frábær þrátt fyrir sigurinn í FA-bikarnum. Liðið endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur United í háa herrans tíð.

Það er lykilatriði fyrir Man Utd að leikmenn haldist heilir en meiðsli voru mikið að trufla liðið á síðustu leiktíð. Nú þegar eru meiðslin farin að hrannast upp. Luke Shaw er auðvitað búinn að skella sér á meiðslabekkinn og Rasmus Höjlund missir af fyrstu leikjunum. Þá er Leny Yoro, nýja vonarstjarnan, meiddur í nokkra mánuði í byrjun tímabilsins. Ef þetta verður ekki mikið verra hvað meiðslin varðar, þá getur United hugsað um að komast aftur í topp fjóra.

Stjórinn: Erik ten Hag er á leið inn í sitt þriðja tímabil sem stjóri Man Utd en hann tók við liðinu sumarið 2022 eftir að hafa gert virkilega flotta hluti með Ajax. United-liðið hans hefur ekki spilað þann flotta fótbolta sem Ajax gerði og árangurinn lengst af ekki verið nægilega góður. Á síðustu leiktíð voru umræðurnar um að það þyrfti að reka hann úr starfi en hann vann sér inn áframhaldandi traust á lokametrunum með sigri í FA-bikarnum. Hann er ekki sérstaklega sjarmerandi maður en ef hann nær að koma United aftur í topp fjóra og vinnur eins og einn titil með, þá kemur hann til með að fá traustið áfram.

Leikmannaglugginn: Man Utd fór að vinna snemma á leikmannamarkaðnum sem er ólíkt því sem United hefur gert. Síðustu árin hafa einkennst af paníkkaupum sem hafa komið þegar tímabilið byrjar illa eða þegar það vantar sóknarmann í janúar. Þessi leikmannnagluggi hefur verið nokkuð hnitmiðaður frá United sem er óvanalegt að sjá hjá félaginu.

Komnir:
Leny Yoro frá Lille - 52,2 milljónir punda
Matthijs de Ligt frá Bayern München - 38,5 milljónir punda
Joshua Zirkzee frá Bologna - 36,5 milljónir punda
Noussair Mazraoui frá Bayern München - 12,8 milljónir punda

Farnir:
Mason Greenwood til Marseille - 26,7 milljónir punda
Aaron Wan-Bissaka til West Ham - 15 milljónir punda
Álvaro Carreras til Benfica - 5,1 milljón punda
Willy Kambwala til Villarreal - 4,6 milljónir punda
Donny van de Beek til Girona - 420 þúsund pund
Shola Shoretire til PAOK - Á frjálsri sölu
Raphaël Varane til Como - Á frjálsri sölu
Omari Forson til Monza - Á frjálsri sölu
Anthony Martial - Samningur rann út



Lykilmenn:
Lisandro Martinez - Argentínski miðvörðurinn var mikið meiddur á síðustu leiktíð og það hafði mikil áhrif á liðið. United er mun betra þegar Martinez er með. Hann er frábær tæklari en hans helsti styrkleiki er líklega hvað hann er rólegur og góður á boltanum. Hann er frábær í að finna besta möguleikann. Algjör stríðsmaður.

Kobbie Mainoo - Það er kannski skrítið að setja Mainoo í þennan flokk þegar hann er bara búinn að spila hálft tímabil með liðinu, en hann er algjör lykilmaður. Mjög ungur og efnilegur, en þegar maður horfir á hann spila þá er eins og hann sé þrítugur með alla heimsins reynslu. United varð betra þegar hann kom inn á síðasta tímabili og enska landsliðið varð mun betra með hann í liðinu á EM í sumar.

Bruno Fernandes - Frá því hann kom til Man Utd, þá hefur Bruno verið besti leikmaður liðsins. Hefur skilað mörgum mörkum og mörgum stoðsendingum. Hann er núna fyrirliði og leiðtogi fyrir hópinn. Er ekki sérlega vinsæll hjá stuðningsmönnum annarra liða en hann er afskaplega vinsæll hjá stuðningsfólki United.

„Rio Ferdinand, kóngur"

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, heldur með Manchester United en við fengum hana til að svara nokkrum spurningum fyrir komandi tímabil.

Ég byrjaði að halda með Man Utd af því að... Pabbi hélt með United, hann keypti á mig treyjur og við horfðum á leikina saman svo eðlilega þá byrjaði ég líka að halda með þeim.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Það mun vera þegar ég fór á Old Trafford og sá sigur gegn Brighton tímabilið 19/20.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Rio Ferdinand, kóngur.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það hefur verið betri uppskera, 8. sætið slakasti árangur í deild í áraraðir og Champions League ekki uppá marga fiska en sigur í bikar gegn nágrönnunum í lok tímabils gladdi.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ef ég er í gír þá klæði ég mig í treyjuna.

Hvern má ekki vanta í liðið? Ég ætla segja Mainoo, það varð mun skemmtilegra að horfa á United á síðasta tímabili þegar hann fór að spila reglulega. Svo er super sub McTominay einhver sem má ekki vanta á lokamínútunum.

Hver er veikasti hlekkurinn? Antony var ekki uppáhalds í fyrra, hann var ekki að gera mikið fyrir liðsfélaga sína.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Leny Yoro nýi miðvörðurinn. Á að vera einn sá efnilegasti svo það verður gaman að sjá hann spila.

Við þurfum að kaupa... Sóknarmann. Vantar markheppnari mann í sóknina. Rashford var í krummafót á nýliðnu tímabili og Höjlund fékk ekki mikla þjónustu framan af.

Hvað finnst þér um stjórann? Mér finnst hann bara ágætur. Það hefur verið svo mikil velta á stjórum hjá United síðustu ár en ekkert gengið svo hann má alveg fá smá tíma í viðbót til að reyna sanna sig.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Það er alltaf spenna fyrir nýju tímabili og leiðin liggur bara upp á við frá síðasta tímabili. Spennt að sjá nýju leikmennina koma inn í liðið og vonandi verða leikmenn eins og Martinez og Shaw meira með í ár.

Hvar endar liðið? Ætla vera bjartsýn, 4.sætið




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Man Utd, 204 stig
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner