Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
þriðjudagur 17. september
FA Cup
Alfreton Town 0 - 0 Spalding United
Banbury United 2 - 3 Melksham
Barking - Gorleston - 18:45
Gloucester City 0 - 2 Gosport Borough
Hednesford Town - Rugby Town - 18:45
Hungerford Town 0 - 1 Winchester City
Ilkeston 0 - 1 Hereford
Leiston - Brentwood Town - 18:45
Scarborough Athletic 5 - 2 Dunston UTS
Scunthorpe United 5 - 0 Newcastle Town
Slough Town 2 - 1 Chichester
Warrington Rylands 3 - 1 Newton Aycliffe
Wingate and Finchley - Cray Wanderers - 18:45
Witham Town - Haringey Borough - 18:45
Deildabikarinn
Stoke City 3 - 2 Fleetwood Town
Blackpool 0 - 1 Sheff Wed
Brentford 3 - 1 Leyton Orient
Everton 6 - 7 Southampton
Preston NE 1 - 1 Fulham
QPR 1 - 2 Crystal Palace
Man Utd 7 - 0 Barnsley
Meistaradeildin
Juventus 3 - 1 PSV
Young Boys 0 - 3 Aston Villa
Bayern 9 - 2 Dinamo Zagreb
Milan 1 - 3 Liverpool
Sporting 2 - 1 Lille
Real Madrid 2 - 1 Stuttgart
Vináttulandsleikur
Italy U-16 2 - 3 Spain U-16
Slovenia U-16 2 - 0 Hungary U-16
La Liga
Mallorca 1 - 0 Real Sociedad
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W 5 - 2 Linkoping W
mið 14.ágú 2024 18:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 5. sæti: „Ég var týndur og tröllum gefinn"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á föstudaginn. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í fimmta sæti í spánni er Tottenham, lið sem ætlar sér klárlega ofar en það.

Tottenham fagnar marki á síðasta tímabili.
Tottenham fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Spurs.
Ange Postecoglou, stjóri Spurs.
Mynd/Getty Images
Miðvörðurinn Micky van de Ven fagnar marki á síðasta tímabili.
Miðvörðurinn Micky van de Ven fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Maddison þarf að haldast heill.
Maddison þarf að haldast heill.
Mynd/Getty Images
Son er fyrirliðinn.
Son er fyrirliðinn.
Mynd/EPA
Solanke var keyptur frá Bournemouth.
Solanke var keyptur frá Bournemouth.
Mynd/Tottenham
Emerson Royal fór til AC Milan.
Emerson Royal fór til AC Milan.
Mynd/EPA
Jóhann Alfreð er mikill stuðningsmaður Spurs.
Jóhann Alfreð er mikill stuðningsmaður Spurs.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ledley King í baráttunni.
Ledley King í baráttunni.
Mynd/Getty Images
'Tóku mig undir sinn verndarvæng'
'Tóku mig undir sinn verndarvæng'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guglielmo Vicario var sterkur á síðustu leiktíð.
Markvörðurinn Guglielmo Vicario var sterkur á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Lucas Bergvall er mjög efnilegur.
Lucas Bergvall er mjög efnilegur.
Mynd/Tottenham
Hinn 17 ára gamli Mikey Moore fagnar marki á undirbúningstímabilinu. Hann gæti fengið sénsinn á komandi tímabili.
Hinn 17 ára gamli Mikey Moore fagnar marki á undirbúningstímabilinu. Hann gæti fengið sénsinn á komandi tímabili.
Mynd/Getty Images
Cristian Romero er mikilvægur í vörninni.
Cristian Romero er mikilvægur í vörninni.
Mynd/Getty Images
Frá Tottenham Hotspur Stadium. Það er óhætt að mæla með heimsókn hingað.
Frá Tottenham Hotspur Stadium. Það er óhætt að mæla með heimsókn hingað.
Mynd/Getty Images
Tottenham gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta tímabili. Eftir að hafa leikið leiðinlegan fótbolta - að mestu leyti - undir stjórn Antonio Conte, Jose Mourinho og Nuno Espirito Santo, þá tók eitthvað allt annað við. Ástralinn Ange Postecoglou mætti á svæðið og sá vill ekki sjá varnarsinnaðan fótbolta. Best sást það í leiknum gegn Chelsea í nóvember þar sem hann endaði með níu leikmenn inn á vellinum en var samt í hápressu. Það var algjör fótboltaveisla og oft á tíðum var það veisla að fylgjast með Tottenham á síðustu leiktíð.

Spurs byrjaði tímabilið frábærlega og eftir fyrstu tíu leikina hélt maður að það væri möguleiki að liðið gæti orðið meistari. Þeirra fyrsti titill frá 2008 kæmi eftir að Harry Kane væri farinn. „Hversu kaldhæðnislegt verður það," hugsaði maður. En Tottenham fataðist flugið og endaði að lokum í fimmta sæti.

En núna er að hefjast nýtt tímabil og það er spenna í loftinu. Titlaþurrðin er orðin alltof löng hjá þessu stóra félagi og maður trúir ekki öðru en að henni fari að linna. Er þetta ekki loksins árið þar sem titill kemur í hús? Miðað við síðasta tímabil, þá virðist þetta allavega vera á leið í rétta átt.

Stjórinn: Ange Postecoglou tók við Tottenham fyrir síðustu leiktíð og margir efuðust fyrir leiktíðina. Hver er þessi maður? Big Ange á afar athyglisverðan feril að baki en hann þjálfaði fyrstu árin í Ástralíu og Grikklandi. Hann var á sínum tíma sterkur varnarmaður og lék fjóra landsleiki fyrir Ástralíu en hann tók við sem þjálfari landsliðsins árið 2013 og stýrði því til 2017. Hann fór svo til Japan og stýrði Celtic í Skotlandi í tvö ár áður en hann tók við Spurs. Fólk var ekki sannfært þegar hann var ráðinn en hann heillaði marga upp úr skónum á síðustu leiktíð. Hann spilar ekki bara skemmtilegan fótbolta, hann er líka grjótharður.

Leikmannaglugginn: Tottenham gerði stór kaup á dögunum þegar sóknarmaðurinn Dominic Solanke kom frá Bournemouth. Annars hefur liðið bætt við sig ungum leikmönnum sem koma til með að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í vetur.

Komnir:
Dominic Solanke frá Bournemouth - 55 milljónir punda
Archie Gray frá Leeds - 25 milljónir punda
Lucas Bergvall frá Djurgården - 8,5 milljónir punda
Timo Werner frá RB Leipzig - Lán framlengt

Farnir:
Emerson Royal til AC Milan - 13 milljónir punda
Joe Rodon til Leeds - 10 milljónir punda
Troy Parrott til AZ Alkmaar - 7,6 milljónir punda
Eric Dier til Bayern München - 3 milljónir punda
Alejo Véliz til Espanyol - Á láni
Bryan Gil til Girona - Á láni
Ryan Sessegnon til Fulham - Á frjálsri sölu
Pierre-Emile Højbjerg til Marseille - Á láni
Japhet Tanganga til Millwall - Á frjálsri sölu
Tanguy Ndombélé til Nice - Á frjálsri sölu
Ivan Perisic - Á frjálsri sölu



Lykilmenn:
Micky van de Ven - Hollenskur miðvörður sem kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Var samkvæmt mælingum fljótasti leikmaður deildarinnar sem er magnað þar sem hann er byggður eins og ísskápur. Virkilega góður miðvörður sem hentar vel inn í boltann hjá Ange.

James Maddison - Ef Tottenham fær Maddison inn í hörkuformi - eins og hann var í þegar síðasta tímabil byrjaði - þá verður hann algjör lykilmaður fyrir þetta lið. Er á sínum degi einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Miðjumaðurinn dalaði aðeins þegar leið á síðasta tímabil og vonandi fyrir Tottenham gerist það ekki aftur.

Son Heung-min - Fyrirliðinn er algjörlega frábær leikmaður. Skoraði 17 mörk í 35 leikjum á síðustu leiktíð og var virkilega góður. Klárlega einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann er líka mikið aðdráttarafl fyrir Spurs þar sem Suður-Kóreubúar fjölmenna á leiki liðsins til að sjá hetjuna sína.

„Tóku mig undir sinn verndarvæng"

Grínistinn Jóhann Alfreð Kristinsson er mikill stuðningsmaður Tottenham en við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið fyrir tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Tottenham af því að… Ég var týndur og tröllum gefinn þegar kom að ensku knattspyrnunni um tvítugt en góðir félagar og Spursarar, tóku mig undir sinn verndarvæng. Þetta byrjaði með fikti, ég fór aðeins að horfa á leiki með þeim en í Mendesgate, þegar Pedro Mendes skoraði “markið” á Old Trafford af 50 metra færi í upphafi árs 2005 voru örlögin ráðin. Þarna var Martin Jol tekin við og loksins að birta til hjá klúbbnum.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Margir eftirminnilegir leikir svo sem. En ef maður ætti að velja eitthvað eitt er það þegar þegar við tryggðum loksins Meistaradeildarsætið 2010 með útisigri á City. Það var „watershed moment”, batt enda á eyðimerkurgönguna og í framhaldinu skaust klúbburinn aftur í hóp stóru félagana á Englandi. Liðið var mjög skemmtilegt þetta tímabil og Eiður Smári m.a. á mála hjá félaginu. Svo var þetta bara alveg sturlað kvöld á Ölveri.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Af þeim sem ég hef séð er það Ledley King. Leiðtoginn og fyrirliðinn með greini. Nánast á annarri löppinni meirihluta ferilsins, gat oft lítið sem ekkert æft á milli leikja en samt ávallt á meðal bestu varnarmanna Englands. Harry á auðvitað alltaf stóran sess í hjartanu líka. Svo var ég alltaf glerharður Ekotto-maður.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Þegar upp var staðið var mjög súrt að sjá á eftir Meistaradeildarsætinu. En Ange kom inn með ferskleika og á köflum spilaði liðið mjög vel og skemmtilegan Tottenham-fótbolta. Það kviknaði einhver neisti aftur.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Get ekki sagt það. Frekar eftir leiki þá. Ef það fer mjög illa fyrir mínum mönnum á ég það til að forðast öll fótboltahlaðvörp og uppgjörsþætti. Ég tæti allt slíkt í mig eftir stórsigra. Nokkurskonar hefð.

Hvern má ekki vanta í liðið? Sonny er auðvitað hjartað og sálin í liðinu og okkar besti leikmaður. Við söknuðum Maddison mikið þegar hann lenti í meiðslum í vetur, þótt hann hafi ekki fundið fyrra form þegar hann snéri til baka. Vicario er líka strax orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, frábær markvörður sem bjargaði þó nokkrum stigum á síðasta tímabili, kannski okkar mikilvægasti maður í dag.

Hver er veikasti hlekkurinn? Á okkar sterkasta byrjunarliði finnst mér enginn augljós veikur hlekkur. Veiki hlekkurinn hefur í raun verið veikindalistinn. Við vorum að glíma allt of mikið við meiðsli á síðasta tímabili og leikmenn sem komu inn oft ekki á sama standard, ekki síst baka til. Ef við höldumst þokkalega heilir eru allir vegir færir.

Þessum leikmanni á að fylgjast með… Lucas Bergvall, efnilegasti leikmaður Svía er genginn til liðs félagið. Hann lítur mjög spennandi út. Fær vonandi einhverja sjensa í vetur og grípur þá.

Við þurfum að kaupa... Ange hefur verið á eftir níu og nú er hún komin í Solanke. Við þurfum klárlega meira back-up í varnarlínuna og ef meiðsli halda áfram að herja á okkur eins og síðasta tímabil þarf sennilega einn leikmann til inn á miðjuna líka.

Hvað finnst þér um stjórann? Öll hjól ennþá undir Big Ange vagninum hjá mér. Kom sterkur inn, með ferskleika og nýjar og djarfar hugmyndir. Sterkur karakter. Það fjaraði vissulega undan liðinu þegar leið á síðasta tímabil en nú fær okkar maður fullt undirbúningstímabil og tækifæri til að hreyfa hópinn. Hann er frábært hybrid af nýja og gamla skólanum í þjálfun. Vill spila ferskan fótbolta en er líka manager af gamla skólanum. Í Minesweeper á skrifstofunni og lítið á æfingasvæðinu en mætir svo með eldræðuna á leikdag.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Bara nokkuð stemmdur. Held það geit alveg orðið nokkur lið þarna í mixinu í og við toppinn og við vonandi eitt þeirra. Ég er mikill Evrópudeildarmaður, mikil blessun í raun að hafa endað þar. Þar er ástríðan og ég sé okkur fara langt í ár.

Hvar endar liðið? Mér hefur alltaf reynst best að spila væntingar sem mest niður. Ef við klárum Arsenal heima og töpum ekki á Emirates erum við strax í bónus. Að því sögðu spái ég okkur engu öðru en titlinum og það með dramatískum hætti. Risastór stigafrádráttur á City á miðju tímabili mun vissulega hjálpa til.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Tottenham, 184 stig
6. Chelsea, 182 stig
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner
banner