Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Southampton bauluðu á liðið - „Ég skil það"
Mynd: EPA
Southampton var 5-0 undir gegn Tottenham í úrvalsdeildinni í kvöld en það urðu lokatölur leiksins.

Southampton er á botni deildarinnar með fimm stig en Russell Martin, stjóri liðsins, segir að hann muni halda áfram þangað til einhver segir honum að þetta sé orðið gott.

„Viðbrögðin okkar við fyrsta markinu voru mjög slæm. Það er mest svekkjandi því við vorum með plan. Við æfðum alla vikuna og leikmennirnir hvoru hluti af þessu. Þeir voru hins vegar ekki næstum því með eins mikla ákveð og við þurfum. Ég þekkti ekki liðið mitt en ég er ánægður með seinni hálfleikinn," sagði Martin.

„Á þessum tímapunkti snýst þetta bara um stolt og að sýna hvor öðrum umhyggju."

Stuðningsmenn liðsins bauluðu á liðið en Martin var spurður að því hvort það væri sárt.

„Þeir voru frábærir í seinni hálfleik. Sem manneskja, þá nei, því ég skil að þetta er ekki persónulegt. Sem stjóri, já. Það særir mig fyrir liðið en ég skil það," sagði Martin.
Athugasemdir
banner
banner