Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Goðsagnir sáu Milan gera jafntefli - Roma tapaði gegn nýliðunum
Alessandro Gabrielloni
Alessandro Gabrielloni
Mynd: EPA
AC Milan fagnar 125 ára afmæli sínu í vikunni en liðið fagnaði því í dag þegar Genoa kom í heimsókn. Goðsagnir á borð við Marco van Basten, Ruud Gullit, Frank Rijkaard og Pippo Inzaghi voru mættar til að fagna með félaginu.

Liðinu tókst hins vegar ekki að næla í sigur til að fullkomna daginn en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Genoa. Liðið var án ansi margra lykilmanna. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Roma er einnig í miklum vandræðum en liðið tapaði gegn nýliðum Como í kvöld.

Þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma kom Alessandro Gabrielloni Como yfir og fjórum mínútum síðar innsiglaði Nico Paz sigur liðsins eftir skyndisókn en allir útileikmenn Roma voru komnir í sóknina.

Como 2 - 0 Roma
1-0 Alessandro Gabrielloni ('90 )
2-0 Nico Paz ('90 )

Milan 0 - 0 Genoa
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 16 12 1 3 39 17 +22 37
2 Napoli 16 11 2 3 24 11 +13 35
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 15 9 4 2 28 11 +17 31
5 Lazio 15 10 1 4 30 17 +13 31
6 Juventus 16 6 10 0 26 12 +14 28
7 Bologna 15 6 7 2 21 18 +3 25
8 Milan 15 6 5 4 24 16 +8 23
9 Udinese 16 6 2 8 19 25 -6 20
10 Empoli 16 4 7 5 14 16 -2 19
11 Torino 16 5 4 7 17 20 -3 19
12 Roma 16 4 4 8 18 23 -5 16
13 Genoa 16 3 7 6 13 24 -11 16
14 Lecce 16 4 4 8 10 27 -17 16
15 Parma 16 3 6 7 23 28 -5 15
16 Como 16 3 6 7 18 28 -10 15
17 Verona 16 5 0 11 21 39 -18 15
18 Cagliari 16 3 5 8 15 26 -11 14
19 Monza 16 1 7 8 14 21 -7 10
20 Venezia 16 2 4 10 15 29 -14 10
Athugasemdir
banner
banner