Russell Martin hefur verið rekinn úr starfi sem stjóri Southampton eftir 5-0 tap liðsins gegn Tottenham í kvöld.
„Við staðfestum að við höfum tekið erfiða ákvörðun að nú skilja leiðir okkar og Russell Martin, stjóra aðalliðsins," segir í tilkynnningu frá Southampton.
„Við viljum nýta tækifærið og þakka Russell og hans starfsfólki fyrir alla vinnuna og allt seme þeir hafa gefið í þetta innan sem og utan vallar síðustu átján mánuði."
Martin var ráðinn stjóri félagsins sumarið 2023 og hann kom liðinu upp í úrvalsdeildina í gegnum umspilið í Championship deildinni. Liðið er á botninum með fimm stig eftir tapið í kvöld.
Simon Rusk, þjálfari U21 liðs Southampton mun stýra liðinu þegar liðið mætir Liverpool í átta liða úrslitum deildabikarsins á miðvikudaginn.
We can confirm that we have taken the difficult decision to part ways with our Men’s First Team Manager, Russell Martin.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) December 15, 2024
Athugasemdir