Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico og Barcelona jöfn að stigum á toppnum
Mynd: EPA
Barcelona 0 - 1 Leganes
0-1 Sergio Gonzalez ('4 )

Toppbaráttan á Spáni er orðin rosalega spennandi en Barcelona tapaði gegn Leganes í kvöld. Liðið hefur aðeins unnið enn af síðustu sex leikjum sínum.

Það var varnarmaðurinn Sergio Gonzalez sem var hetja Leganes þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu snemma leiks.

Barcelona var með mikla yfirburði í leiknum en það gekk ekkert upp. Raphinha vildi fá vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en hann féll í teignum við litla snertingu.

Atletico Madrid lagði Getafe af velli fyrr í dag og hefur jafnað Barcelona að stigum á toppi deildarinnar. Real Madrid er stigi á eftir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 17 11 5 1 31 11 +20 38
2 Barcelona 18 12 2 4 50 20 +30 38
3 Real Madrid 17 11 4 2 37 16 +21 37
4 Athletic 18 9 6 3 27 16 +11 33
5 Mallorca 18 8 3 7 18 21 -3 27
6 Villarreal 16 7 5 4 28 27 +1 26
7 Osasuna 17 6 7 4 22 25 -3 25
8 Real Sociedad 17 7 4 6 16 11 +5 25
9 Betis 17 6 6 5 20 21 -1 24
10 Girona 17 6 4 7 23 25 -2 22
11 Sevilla 17 6 4 7 18 23 -5 22
12 Celta 17 6 3 8 25 28 -3 21
13 Vallecano 16 5 5 6 18 19 -1 20
14 Las Palmas 17 5 4 8 22 27 -5 19
15 Leganes 17 4 6 7 15 23 -8 18
16 Getafe 17 3 7 7 11 14 -3 16
17 Alaves 17 4 4 9 19 28 -9 16
18 Espanyol 16 4 2 10 15 28 -13 14
19 Valladolid 17 3 3 11 12 34 -22 12
20 Valencia 15 2 4 9 13 23 -10 10
Athugasemdir
banner
banner