Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   mán 16. desember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Skoraði sigurmarkið gegn gömlu félögunum - Víkingur skoraði fimm
Mynd: Stjarnan
Tveir æfingaleikir fóru fram um helgina. Lengjudeildarlið Aftureldingar fékk Víking í heimsókn og Stjarnan lagði Breiðablik að velli.

Afturelding og Víkingur áttust við á laugardaginn en Víkingur vann öruggan 5-1 sigur.

Það var öllu jafnara þegar Stjarnan vann Breiðablik en leiknum lauk með 3-2 sigri Stjörnunnar þar sem Margrét Lea Gísladóttir skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.

Margrét Lea spilaði 13 leiki með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni síðasta sumar en hún skrifaði undir samning við Stjörnuna í síðustu umferð.

Stjarnan 3-2 Breiðablik
Mörk Stjörnunnar: Henríetta Ágústsdóttir, Ásthildur Lilja Atladóttir og Margrét Lea Gísladóttir.
Mörk Breiðabliks: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir

Afturelding 1-5 Víkingur
Mörk Víkinga: Selma Dögg Björgvinsdóttir, Linda Líf Boama, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Arna Ísold Stefánsdóttir og Jóhanna.
Mark Aftureldingar: Sigrún Eva Sigurðardóttir.


Athugasemdir
banner
banner