Segja má að stuðningsmenn Arsenal á Youtube-rásinni Arsenal Fan TV hafi verið komnir í sinn gamla gír síðasta laugardagskvöld eftir að þeirra menn gerðu markalaust jafntefli við Everton.
Arsenal tapaði þar mikilvægum stigum í toppbaráttunni en þeir nýttu það ekki að Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, tapaði stigum sama kvöld.
Arsenal tapaði þar mikilvægum stigum í toppbaráttunni en þeir nýttu það ekki að Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, tapaði stigum sama kvöld.
Nokkrir leikmenn Arsenal fengu að heyra það eftir leik en líklega enginn meira en Gabriel Martinelli, kantmaður liðsins, sem margir stuðningsmenn virðast vera komnir með nóg af.
Martinelli bauð ekki upp á mikið á vinstri kantinum en hinn 39 ára gamli Ashley Young náði að loka vel á hann.
„Martinelli vinur, þú hefðir átt að fara héðan í handjárnum. Þú ert að spila á móti 39 ára gömlum Ashley Young og þú kemst ekki fram hjá honum. Það er glæpur. Ég er jafngamall Ashley Young og ég kemst varla upp stigann heima hjá mér," sagði einn stuðningsmaður á Arsenal Fan TV pirraður eftir leikinn en það var mikill pirringur á meðal stuðningsmanna liðsins eftir þennan leik. Afar svekkjandi úrslit.
‘I’m the same age of Ashley Young, I can barely run up the stairs’
— george (@StokeyyG2) December 14, 2024
???????????????????????????????? pic.twitter.com/CNrweRRiqD
Athugasemdir