Tottenham hefur átt erfitt með að ná stöðugleika á tímabilinu en liðið vann frábæran sigur á Southampton í gær.
Liðið hafði aðeins nælt í eitt stig í þremur leikjum þegar það kom að leiknum í gær en honum lauk með 5-0 sigri liðsins þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik.
James Maddison skoraði tvennu en hann ræddi við TNT Sport eftir leikinn.
Liðið hafði aðeins nælt í eitt stig í þremur leikjum þegar það kom að leiknum í gær en honum lauk með 5-0 sigri liðsins þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik.
James Maddison skoraði tvennu en hann ræddi við TNT Sport eftir leikinn.
„Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Það eru svo mörg stórlið í deildinni sem eru í vandræðum að ná í úrslit og á slæmu skriði, við vorum á góðu skriði í kvöld," sagði Maddison.
„Við getum valtað yfir hvaða lið sem er í deildinni, ekki bara Southampton. Við gerðum það sama gegn Man City en við þurfum að gera þetta reglulega. Við sýndum hörku og ákveðni, sérstaklega eftir hraðan viðsnuning frá Glasgow. Ég er svo stoltur af strákunum."
Athugasemdir