Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Rashford þurfi að yfirgefa Man Utd
Mynd: EPA
Roy Keane, goðsögn hjá Man Utd, segir að það sé komið að leiðarlokum hjá Marcus Rashford hjá félaginu.

Rashford var ekki valinn í leikmannahóp liðsins ásamt Alejandro Garnacho gegn Man City í gær en Ruben Amorim sagði að þeir þyrftu að standa sig betur á æfingum.

Rashford hefur átt erfitt uppdráttar innan sem og utan vallar undanfarin ár og Keane segir að það yrði gott fyrir hann að breyta til.

„Það væri hentugt fyrir Marcus (Rashford) að færa sig um set, fá nýja áskorun. Hann hefur verið þarna lengi, þegar þú ert hjá stóru félagi og viðhorfið er ekki í lagi, og það hefur ekki verið það lengi, er stundum gott að fara," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner