Lamine Yamal var fjarverandi í tæpan mánuð vegna ökklameiðsla í síðasta mánuði en hann meiddist aftur í gær.
Þessi 17 ára gamli sóknarmaður Barcelona var í byrjunarliðinu í tapi liðsins gegn Leganes í gær en þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Hann varð fyrir tæklingu snemma í leiknum og var augljóslega þjáður og virtist ekki geta beitt sér almennilega. Hann hélt hins vegar áfram og var ekki tekinn af velli fyrr en það var stundafjórðungur til leiksloka.
Hann meiddist aftur á hægri ökkla og er óttast að hann muni missa af toppslag gegn Atletico Madrid um næstu helgi.
Athugasemdir