Moises Caicedo, miðjumaður Chelsea, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili með liðinu í fyrra en eins og allt liðið hefur hann stigið vel upp á þessu tímabili.
Eftir frammistöðu hans í 2-1 sigri liðsins á Brentford í gær fóru stuðningsmenn Chelsea að bera hann saman við N'Golo Kante sem átti frábæran feril með Chelsea.
„Hann er átrúnaðargoðið mitt, það vita það allir. Ég reyni bara að hjálpa liðinu og liðsfélögunum. Hann var mjögmikilvægur leikmaður fyrir Chelsea. Ég horfi alltaf á myndbönd af honum og nú reyni ég að gera mitt besta," sagði Caicedo.
Chelsea er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool eftir leikinn í gær en liðið getur komist upp fyrir Liverpool um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Everton um næstu helgi.
Athugasemdir