Þá er komið að slúðri dagsins. Það er líklega ekki hægt að byrja vikuna betur en með kaffibolla og slúðrinu.
Manchester United hefur áhuga á Randal Kolo Muani (26), sóknarmanni Paris Saint-Germain, og félagið gæti reynt að fá hann á láni með möguleika á kaupum síðar meir í janúar. (L'Equipe)
Kolo Muani er ekki hluti af áætlunum Luis Enrique, stjóra PSG, og er RB Leipzig líka möguleiki fyrir hann. (Sky Sports í Þýskalandi)
Manchester City hefur sett Joshua Kimmich (29), miðjumann Bayern München og þýska landsliðsins, á óskalista sinn fyrir janúargluggann. (Daily Star)
Man Utd hefur verið að njósna um Charalampos Kostoulas (17), ungan framherja Olympiakos í Grikklandi. (The Sun)
Newcastle hefur áhuga á Andreas Christensen (28), miðverði Barcelona, en það gæti hjálpað Börsungum að skrá Dani Olmo (26) áfram í hóp sinn ef félagið selur danska varnarmanninn. (Fichajes)
Newcastle er að plana það að selja bakvörðinn Kieran Trippier (34) og framherjann Miguel Almiron (30) til að gefa sér meiri sveigjanleika á leikmannamarkaðnum. (Football Insider)
Chelsea er tilbúið að leyfa miðjumönnunum Kiernan Dewsbury-Hall (26) og Carney Chukwuemeka (21) að yfirgefa félagið á láni í janúar. (Mirror)
Leicester vonast til að fá Dewsbury-Hall aftur til félagsins eftir að hafa selt hann til Chelsea síðasta sumar. (Football Insider)
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, ýtti frá sér áhuga frá Wolves fyrir stuttu eftir að félagið fór að skoða kosti til að taka við stjórastarfinu af Gary O'Neil. (Guardian)
Nicolas Jackson (23) var næstum því farinn til Bournemouth og Aston Villa nokkrum mánuðum áður en hann endaði hjá Chelsea. (90min)
AC Milan er að nálgast nýjan samning við bandaríska framherjann Christian Pulisic (26). (Fabrizio Romano)
AC Milan ætlar einnig að gera nýja samninga við miðjumanninn Tijjani Reijnders og markvörðinn Mike Maignan (Calciomercato)
Athugasemdir