Dele Alli, fyrrum landsliðsmaður Englands, var mættur ásamt Hollywood stjörnum á leik Como gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Como vann leikinn 2-0 en þeir eru nýliðar í Serie A. Segja má að Como sé félag sem fræga og fína fólkið fílar en borgin er gríðarlega falleg.
Como vann leikinn 2-0 en þeir eru nýliðar í Serie A. Segja má að Como sé félag sem fræga og fína fólkið fílar en borgin er gríðarlega falleg.
Hollywood stjörnurnar Keira Knightley, Michael Fassbender og Adrian Brody voru á leiknum gegn Roma en það var Dele Alli sem fékk ítalska fjölmiðla til að tala.
Alli er án félags eftir að hafa yfirgefið Everton en var gestur Cesc Fabregas, stjóra Como, á leiknum í gær.
Fabregas segir að Alli muni mögulega æfa með Como þegar hann jafnar sig af meiðslum sem eru núna að hrjá hann og svo verði staðan tekin með hann.
Dele Alli var á sínum tíma mest spennandi leikmaður Englendinga en ferill hans hefur verið á mikilli niðurleið síðustu árin. Vandræði utan vallar hafa haft áhrif á hann og þá hefur hann verið mikið meiddur.
Athugasemdir