Síðar í dag verður dregið í riðla fyrir Evrópumót kvenna sem fer fram í Sviss næsta sumar. Ísland er að sjálfsögðu í pottinum en þetta er fimmta Evrópumótið í röð sem stelpurnar okkar fara á.
Drátturinn fer fram í Lausanne í Sviss og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV 2.
Drátturinn fer fram í Lausanne í Sviss og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV 2.
Ísland er í öðrum styrkleikflokki fyrir dráttinn, en nú þegar er ljóst að gestgjafar Sviss verða í riðli A. Gestgjafarnir væru klárlega draumaandstæðingur fyrir okkur upp á styrkleika liðanna að gera.
Hér fyrir neðan má sjá alla styrkleikaflokkana.
Fyrsti styrkleikaflokkur
Sviss
Spánn
Frakkland
Þýskaland
Annar styrkleikaflokkur
Ítalía
Ísland
Danmörk
England
Þriðji styrkleikaflokkur
Holland
Svíþjóð
Noregur
Belgía
Fjórði styrkleikaflokkur
Finland
Pólland
Portúgal
Wales
Athugasemdir