Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mán 16. desember 2024 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland byrjar á heimavelli og endar úti gegn Úkraínu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur gefið út leikdagana fyrir undankeppni HM karla 2026 sem hefst hjá Íslandi í september. Ísland er í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og svo annað hvort Frakklandi eða Króatíu.

Fyrsti leikur í undankeppninni fer fram 5. september í haust og undankeppninni lýkur svo 16. nóvember.

Ísland byrjar á heimavelli, spilar svo við Frakkland/Króatíu úti þann 9. september, Úkraínu heima 10. október og svo Frakkand/Króatíu 13. október.

Í nóvember verða svo útileikir; fyrst gegn Aserbaídsjan þann 13. nóvember og undankeppninni lýkur gegn Úkraínu en óvíst er hvar sá leikur mun fara fram.

Heimaleikir Íslands munu fara fram á Laugardalsvelli. Sigurvegari riðilsins tryggir sér farmiðann á HM og liðin 12 í 2. sæti fara í umspil ásamt fjórum liðum úr Þjóðadeildinni.

Það kemur í ljós í mars hvort að Frakkland eða Króatía verði í riðlinum þegar þau lið mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Sigurvegari leiksins verður í riðli Íslands í undankeppninni.

Leikir Íslands
Ísland - Aserbaídsjan 5. september
Frakkland/Króatía - Ísland 9. september
Ísland - Úkraína 10. október
Ísland - Frakkland/Króatía 13. október
Aserbaídsjan - Ísland 13. nóvember
Úkraína - Ísland 16. nóvember
Athugasemdir
banner
banner
banner