Byrjunarliði Manchester United gegn Manchester City var lekið degi áður en leikurinn fór fram.
Man Utd vann leikinn með dramatískum hætti, 1-2, en Amorim var spurður út í það eftir leikinn að liði hans hafi verið lekið löngu áður en leikurinn hófst.
Man Utd vann leikinn með dramatískum hætti, 1-2, en Amorim var spurður út í það eftir leikinn að liði hans hafi verið lekið löngu áður en leikurinn hófst.
„Ég veit af þessu en ég veit ekki hvernig þetta gerðist," sagði Amorim.
„Ég held að það sé ómögulegt að laga þetta nú til dags því það er svo mikið af fólki í kringum félagið. Leikmennirnir tala líka við fólk í kringum sig eins og umboðsmenn sína. Þeir tala líka við vini sína."
„Það er erfitt að vita. Þetta er ekki gott en við sjáum til hvort næsta byrjunarliði verði lekið."
Athugasemdir