Arnór Smárson var á dögunum ráðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá Val. Arnór er fyrrum leikmaður Vals og var fyrirliði ÍA síðustu árin.
Arnór lagði skóna á hilluna í haust eftir afar farsælan feril sem atvinnumaður í mörgum af stærstu liðum Skandinavíu. Arnór er Skagamaður, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og á 26 landsleiki að baki fyrir íslenska A-landsliðið.
Arnór lagði skóna á hilluna í haust eftir afar farsælan feril sem atvinnumaður í mörgum af stærstu liðum Skandinavíu. Arnór er Skagamaður, hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og á 26 landsleiki að baki fyrir íslenska A-landsliðið.
Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hann var spurður út í nýja starfið sitt.
„Ég er með sænska konu og tvö börn og planið var alltaf á einhverjum tímapunkti, þegar ég væri hættur, að flytja út. Það var alltaf einhver pæling bak við eyrað hjá okkur," sagði Arnór.
Honum var þjálfarastarf á Akranesi en honum fannst það ekki nógu spennandi.
„Það voru viðræður við Skagann og mér var boðið þjálfargigg þar sem mér fannst ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti. Þegar Valur heyrir í mér með þessa stöðu, sem er ný staða hjá félaginu, þá leist mér rosalega vel á það."
„Þetta er félag sem ég þekki og mér finnst verkefnið hjá Val akkúrat núna - ef ég horfi á næstu 10-15 árin - vera ógeðslega spennandi. Mig langar að vera hluti af því að móta stefnuna og nýja framtíðarsýn," segir Arnór.
Arnóri er meðal annars ætlað að móta heildstæða stefnu félagsins í fótboltanum til framtíðar, auka á faglega umgjörð og tengja yngri flokka félagsins betur við starf meistaraflokkanna.
Í þættinum sagðist Arnór vera á leið til fundar með Hammarby í Svíþjóð þar sem hann ætlar að sækja sér frekari þekkingu. Arnór er fyrrum leikmaður Hammarby en hann er með góð tengsl víða.
Fram kom í þættinum að Bjarni Ólafur Eiríksson hefði einnig verið í viðræðum um starf hjá Val en það hefði dottið upp fyrir sig. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir