Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   þri 17. október 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fjolla Shala með nýjan samning við Breiðablik
Fjolla Shala.
Fjolla Shala.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnar- og miðjumaðurinn Fjolla Shala hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við Breiðablik og verður því áfram í Kópa­vog­in­um næstu þrjú árin.

Fjolla er uppalin hjá Leikni í Breiðholti en hef­ur verið hjá Blik­um frá tímabilinu 2012. Hún missti af öllu tímabilinu í ár vegna krossbandameiðsla.

Alls hefur hún spilað 140 leiki fyrir Leikni, Fylki og Breiðablik í deild og bikar.

Fjolla á 31 leik fyrir yngri landslið Íslands.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildar kvenna en liðið endaði tveimur stigum á eftir Þór/KA sem varð Íslandsmeistari.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner