Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 21. nóvember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafnaði Man Utd því hann vill vinna titla
Mynd: Getty Images

Yann Mvogo, markvörður Lorient, hafnaði Man Utd því hann vill berjast um titla.


Erik ten Hag nældi í Andre Onana og Altay Bayindir en áður en Bayindir var fenginn til félagsins var haft samband við Mvogo.

„Það var ekki möguleiki fyrir mig. Ég er ekki ánægður ef ég er ekki á vellinum. Ég vil njóta þess að vera a´vellinum með stuðningsmönnum og samherjum. Ég vil berjast um titla og helst vinna þá," sagði Mvogo.

Mvogo er þrítugur svissneskur landsliðsmaður en hann hefur verið í herbúðum Lorient frá 2022 en er uppalinn hjá Young Boys og hefur einnig leikið með PSV og RB Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner
banner