Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   fim 22. ágúst 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Lengjudeildin
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu
Mynd: Grótta

Grótta heimsótti Njarðvíkinga á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 19.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Grótta eru í virkilega erfiðri stöðu í deildinni og sitja á botni deildarinnar fimm stigum frá öruggu sæti þegar lítið er eftir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Grótta

„Við erum nátturlega ógeðslega svekktir. Okkur finnst eins og við eigum skilið allavega eitt stig úr þessum leik og miðað við stöðuna sem við erum í þá bítur þetta kannski aðeins meira. Það er margt jákvætt og það er leikur aftur næstu helgi þannig við þurfum að undirbúa það." Sagði Igor Bjarni Kostic þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

„Mér finnst við bara vera að stíga í réttan fót. Í stuttu máli sem lið. Við sækjum aðeins betur og sækjum saman. Við verjum aðeins betur og í seinni hálfleik þá opnast leikurinn svolítið og það var orðin pínu örvænting og þá fer strúktúrinn svolítið en meðan við vorum agaðir þá fannst mér Njarðvíkingar ekki vera að opna okkur." 

„Markið kemur úr föstu leikatriði þar sem seinni bolti dettur fyrir utan teig og það er sparkað í gegnum þvögu. Við vorum að gefa færri færi á okkur í þessum leik heldur en t.d. á móti ÍBV. Það er aðalega það að mér finnst við vera stíga í rétta átt. Karakterinn er ennþá í liðinu, strákarnir eru tilbúnir til þess að berjast og maður verður einfaldlega að virða það að strákarnir í þessari stöðu eru tilbúnir til þess að mæta aftur og aftur og slást fyrir allt þetta." 

Nánar er rætt við Igor Bjarna Kostic í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner