Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 24. ágúst 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingunn í sóttkví í fjórða sinn: Alveg ótrúleg óheppni
Ingunn í leik með KR.
Ingunn í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR ætti í dag að vera að spila við Fylki í Pepsi Max-deild kvenna, en svo er ekki þar sem KR-konur eru komnar í sóttkví í þriðja sinn á tímabilinu.

Kórónuveirusmit kom upp hjá KR. Allir leikmenn liðsins voru sendar í sóttkví og á næsti leikur liðsins að vera þann 6. september gegn FH.

Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, er í sóttkví í fjórða sinn, en hún fór einu sinni í sóttkví þegar KR-liðið þurfti ekki að gera. Hún ræddi við Mist Rúnarsdóttur um stöðuna.

„Maður veit ekki alveg hvort maður eigi að hlæja eða gráta," sagði Ingunn í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

„Þetta þjappar okkur heilmikið saman sem lið, við erum allar saman í þessu en auðvitað tekur þetta mikið á andlegu hliðina. Þetta er alveg ótrúleg óheppni."

KR losnaði úr sóttkví fyrir rúmri viku síðan og náði að spila einn leik gegn Val sá leikur endaði með 1-0 tapi og núna er liðið komið aftur í sóttkví. Ingunn segir að leikmenn KR hafi frétt í gegnum fjölmiðla að liðið væri að fara í sóttkví aftur.

Ingunn er orðinn reynslubolti í sóttkví og hún segir að það sé mikilvægt að festast ekki á sófanum.

„Það þarf að passa sig að festast ekki á sófanum, það er númer eitt, tvö og þrjú. Maður getur farið í göngutúra og tek alltaf æfingar. Maður verður að halda sér í ágætis rútínu, vera ekki að sofa til hádegis. Ég hef líka núna skólann og það er ágætt."

Hlusta má á viðtalið í heild sinni en það byrjar eftir um 51 mínútu í spilaranum hér að neðan. Hún hefur trú á að KR, sem er í harðri fallbaráttu, geti náð í fullt af stigum þegar þær snúa aftur á völlinn.
Heimavöllurinn - Sonný safe hands, 42 dagar í sóttkví og stuð á Eyjafjölskyldunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner