Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, varð fyrir því óláni að meiðast í leiknum gegn HK í gær. Sólon tognaði aftan í læri í fyrri hálfleik og verður eitthvað frá.
Leiknismenn vaða ekki beint í sóknarmönnum eftir að fyrirliði þeirra, Sævar Atli Magnússon, var seldur til Lyngby í Danmörku.
Leiknismenn vaða ekki beint í sóknarmönnum eftir að fyrirliði þeirra, Sævar Atli Magnússon, var seldur til Lyngby í Danmörku.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 0 HK
Í hálfleik í gær þurftir Manga Escobar einnig að fara af velli en hann var tæpur vegna meiðsla. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður út í stöðuna á þeim tveimur í viðtali eftir leikinn.
„Manga var tæpur fyrir leikinn, var tæpur í vikunni. Hann fór út af í síðasta leik. Ég held að staðan á honum verði alveg fín en ég held að Sólon verði eitthvað frá," sagði Siggi.
„Jú, vonum nú að hann skokki nú aftur áður en þetta er búið. Þetta var tognun aftan í læri," sagði Siggi aðspurður hvort Sólon yrði mögulega ekki meira með á tímabilinu.
Viðtalið við Sigga má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir