Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 24. október 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aldís fer í háskóla í Bandaríkjunum næsta sumar
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís Guðlaugsdóttir, nýliði í A-landsliðinu og markvörður FH, mun fara í háskóla í Bandaríkjunum næsta sumar. Hún mun því ekki leika allt fótboltasumarið á Íslandi.

Frá þessu sagði hún í samtali við Fótbolta.net.

Á næsta ári mun Aldís fara í háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún mun stunda nám við SMU í Texas ásamt því að spila fótbolta með háskólaliðinu.

„Ég verð vissulega eitthvað en ég er fara í háskóla til Bandaríkjanna. Ég fer í SMU sem var að komast upp í betri deild, topp fimm deild í Bandaríkjunum," sagði Aldís við Fótbolta.net.

Aldís, sem er 19 ára, var í sumar einn besti markvörður Bestu deildarinnar. Hún var að leika sitt fyrsta tímabil í deildinni en stóð sig mjög vel.

Herdís Halla Guðbjartsdóttir, annar mjög efnilegur markvörður, lék með FH seinni hlutann á tímabilinu á láni frá Breiðabliki. Það er spurning hvort hún verði áfram í Kaplakrika næsta sumar en það kemur eflaust í ljós á næstu vikum eða mánuðum.
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"
Athugasemdir
banner
banner