Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 18:27
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Höttur/Huginn vann B-deildina
Vel fagnað á Sauðárkróksvelli í dag.
Vel fagnað á Sauðárkróksvelli í dag.
Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson
Víðir 2 - 2 Höttur/Huginn
1-0 Markús Máni Jónsson ('3)
1-1 Bjarki Fannar Helgason ('12)
2-1 Uros Jemovic ('16)
2-2 Genis Arrastraria Caballe ('73)
3-4 í vítaspyrnukeppni

Víðir og Höttur/Huginn mættust í úrslitaleik B-deildar í Lengjubikar karla og úr varð spennandi slagur, þar sem Víðir tók forystuna í tvígang en tapaði að lokum eftir vítaspyrnukeppni.

Markús Máni Jónsson tók forystuna fyrir Víðismenn á Sauðárkróki en Austlendingar jöfnuðu.

Uros Jemovic kom Garðsmönnum yfir á nýjan leik og var staðan 2-1 í leikhlé.

Höttur/Huginn jafnaði metin í síðari hálfleik og fór leikurinn að lokum í vítaspyrnur. Þar hafði Höttur/Huginn betur að lokum og stendur því uppi sem sigurvegari Lengjubikarsins í ár.
Athugasemdir