Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 11:03
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona býðst að fá Nkunku - Díaz ekki að íhuga að fara frá Liverpool
Powerade
Nkunku til Barcelona?
Nkunku til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Luis Díaz er ánægður á Anfield
Luis Díaz er ánægður á Anfield
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta aðfangadegi en það eru nokkrir áhugaverðir molar að þessu sinni.

Umboðsmaður Christopher Nkunku (22), leikmanns Chelsea, hefur boðið Barcelona að fá leikmanninn. (Sport)

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er ekki undir neinni pressu að velja enska sóknarmanninn Marcus Rashford (27) í liðið þó áframhaldandi fjarvera hans mun veikja mögulegar viðræður um sölu í janúarglugganum. (ESPN)

United hefur þá áhuga á að fá nígeríska landsliðsmanninn Victor Osimhen (25), sem er á láni hjá Galatasaray frá Napoli, í janúar. (MEN)

Newcastle United gæti þurft að íhuga tilboð í ítalska miðjumanninn Sandro Tonali (24) í sumar ef það ætlar að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Juventus er áhugasamt. (Football Insider).

Bayern München er að íhuga óvænt tilboð í Jamie Gittens (20), vængmann Borussia Dortmund. (Sky í Þýskalandi)

Chelsea hefur ekki fengið tilboð í enska vinstri bakvörðinn Ben Chilwell (28), sem hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu. (Sun)

Arsenal hefur sent njósnara til að fylgjast með Mateo Retegui (25), framherja Atalanta. (Talksport)

Mikil spenna hefur skapast á milli Paulo Fonseca, þjálfara AC Milan og franska varnarmannsins Theo Hernandez (27), sem gæti orðið til þess að hann fari frá félaginu. Real Madrid og Manchester United hafa áhuga á bakverðinum. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham er búið að spyrjast fyrir um Ben Godfrey (26), varnarmann Atalanta en félagið vill fá hann á láni út tímabilið. (Football Insider)

Franska félagið Lille íhugar að rifta við Samuel Umtiti (31), varnarmann félagsins, en hann hefur ekki spilað síðan í janúar vegna hnémeiðsla. (Fichajes)

Kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz (27) er ánægður hjá Liverpool og er ekki að íhuga að fara frá félaginu. (Sky í ÞýskalandI)
Athugasemdir
banner
banner
banner