Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern hefur mikinn áhuga á Jamie Gittens
Gittens hefur verið öflugur á fyrri hluta tímabils.
Gittens hefur verið öflugur á fyrri hluta tímabils.
Mynd: EPA
Þýski fótboltafréttamaðurinn Florian Plettenberg greinir frá miklum áhuga frá FC Bayern á enska kantmanninum Jamie Gittens.

Gittens er 20 ára Englendingur með 28 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands. Hann er vinstri kantmaður að upplagi og með samning við Borussia Dortmund sem gildir í þrjú og hálft ár.

Gittens býr yfir góðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur þar sem hann hefur tekið þátt í 81 keppnisleik með Dortmund á ferlinum.

Þessi efnilegi kantmaður er búinn að skora 9 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 23 leikjum á tímabilinu og ætlar Bayern að reyna að kaupa hann næsta sumar.

Bayern hefur einnig áhuga á að kaupa Florian Wirtz næsta sumar þar sem Leroy Sané er að renna út á samningi og þá mega Kingsley Coman og Serge Gnabry finna sér ný félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner