Vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell er ekki í áformum Enzo Maresca þjálfara Chelsea og má finna sér nýtt félag.
Chilwell er samningsbundinn Chelsea til 2027 og er ólíklegt að hann skipti um félag í janúar þrátt fyrir að fá engan spiltíma í London.
Brentford, Galatasaray og Fenerbahce sýndu Chilwell áhuga í haust en hættu við félagaskipti eftir að hafa komist að launakröfum leikmannsins.
Chilwell, sem er 28 ára gamall, getur því búist við að fá lítinn sem engan spiltíma næstu sex mánuði eða þar til hann verður reiðubúinn til að lækka launakröfurnar sínar svo Chelsea geti selt hann.
Chilwell hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu, þegar hann spilaði seinni hálfleikinn í 5-0 sigri Chelsea gegn Barrow í deildabikarnum.
Athugasemdir