Mikhael Kári Olamide Banjoko er búinn að skrifa undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk Þróttar R. en hann er 19 ára gamall.
Mikki er uppalinn hjá Leikni R. en færði sig yfir til Þróttar fyrir tæpum þremur árum síðan.
Hann er hávaxinn og kröftugur leikmaður sem er afar fjölhæfur og getur leyst ýmsar stöður af hólmi.
Mikki lék með meistaraflokki Þróttar á undirbúningstímabilinu síðasta vetur og er núna kominn í meistaraflokkshópinn fyrir komandi leiktíð.
Þróttur endaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir