Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Birna Kristín og Rebekka Rut áfram hjá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það voru góðar fregnir að berast úr herbúðum Fylkiskvenna þar sem meistaraflokkur er búinn að semja við tvo leikmenn liðsins.

Birna Kristín Eiríksdóttir skrifar undir tveggja ára samning við Fylki en hún er 24 ára gömul og er uppalin hjá félaginu.

Birna lék með Fram í fyrra og hefur einnig leikið fyrir Hauka á ferlinum og gæti hún reynst mikilvægur hlekkur í liði Fylkis næsta sumar.

Rebekka Rut Harðardóttir gerir einnig tveggja ára samning en hún er 19 ára og að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki.

Rebekka er uppalin Fylkiskona og mun berjast um byrjunarliðssæti á næstu leiktíð. Hún þykir efnilegur markvörður.
Athugasemdir
banner