Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle kaupir ekki í janúar
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle United segir að félagið ætli ekki að kaupa inn nýja leikmenn í janúarglugganum.

Newcastle er búið að sigra tvo leiki í röð og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 26 stig eftir 17 umferðir.

„Einbeitingin er á hópnum sem við erum með, við þurfum ekki að kaupa leikmenn í janúar. Við erum með frábæran leikmannahóp og starfið mitt snýst um að ná því besta úr þeim leikmönnum sem eru til taks hverju sinni," svaraði Howe þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti í janúar.

„Eins og staðan er í dag þá er þetta markmiðið okkar. Ef það breytist og við ákveðum að bæta leikmanni við hópinn þá er það frábært, ef ekki þá höldum við áfram á sömu braut."

Newcastle er aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti, þar sem Nottingham Forest situr óvænt í fjórða sæti með 31 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner