Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sheffield á toppinn eftir auðveldan sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sheffield Utd 3 - 1 Coventry
1-0 Gustavo Hamer ('19 )
2-0 Tyrese Campbell ('30 )
3-0 Rhian Brewster ('62 )
3-1 Jack Rudoni ('92 )

Sheffield United tók á móti Coventry City í eina leik kvöldsins í ensku Championship deildinni og lentu heimamenn ekki í vandræðum.

Sheffield var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tók forystuna með marki frá Gustavo Hamer á 19. mínútu. Ellefu mínútum síðar var Tyrese Campbell búinn að tvöfalda forystuna og var staðan 2-0 í leikhlé.

Rhian Brewster setti þriðja mark heimamanna í jöfnum síðari hálfleik þar sem Coventry tókst ekki að minnka muninn fyrr en Jack Rudoni skoraði í uppbótartíma.

Lokatölur 3-1 fyrir Sheffield sem er með þriggja stiga forystu á Leeds í titilbaráttunni, en Leeds er með leik til góða.

Burnley er í þriðja sæti og á einnig leik til góða. Með sigri þar getur liðið komist tveimur stigum frá Sheffield með fimm leiki eftir óspilaða.

Þess má geta að Sheffield er að keppa með tvö refsistig.

Coventry situr í fimmta sem stendur og er þar í harðri baráttu við West Brom, Bristol City og mögulega Middlesbrough um tvö síðustu umspilssæti deildarinnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 39 26 7 6 56 29 +27 83
2 Leeds 39 23 12 4 78 27 +51 81
3 Burnley 39 22 15 2 53 11 +42 81
4 Sunderland 39 20 12 7 56 37 +19 72
5 Coventry 39 17 8 14 56 51 +5 59
6 West Brom 39 13 18 8 48 35 +13 57
7 Middlesbrough 39 16 9 14 59 49 +10 57
8 Bristol City 39 14 15 10 49 42 +7 57
9 Watford 39 15 8 16 47 51 -4 53
10 Norwich 39 13 13 13 61 54 +7 52
11 Blackburn 39 15 7 17 42 41 +1 52
12 Sheff Wed 39 14 10 15 54 60 -6 52
13 Millwall 39 13 12 14 37 40 -3 51
14 Preston NE 38 10 17 11 39 44 -5 47
15 QPR 39 11 12 16 45 53 -8 45
16 Swansea 39 12 9 18 40 51 -11 45
17 Portsmouth 39 12 9 18 47 61 -14 45
18 Stoke City 39 10 12 17 40 52 -12 42
19 Oxford United 39 10 12 17 40 57 -17 42
20 Hull City 39 10 11 18 39 48 -9 41
21 Cardiff City 39 9 13 17 43 63 -20 40
22 Derby County 38 10 8 20 40 51 -11 38
23 Luton 39 10 8 21 35 60 -25 38
24 Plymouth 39 7 13 19 40 77 -37 34
Athugasemdir
banner
banner
banner