Milos Kerkez, sem ku vera á óskalista Liverpool, segir að það sé sinn draumur að spila með einu af bestu félagsliðum Evrópu.
Þessi 21 ára bakvörður hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Bournemouth. Hann spilar af mikilli ákefð og hefur komið að mikilvægum mörkum en hann er með fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Liverpool vill fá inn vinstri bakvörð og félagið sagt hafa áhuga á Kerkez. Sjálfur segir leikmaðurinn í viðtali við The Athletic að hann sé meðvitaður um umræðuna um framtíð sína.
Þessi 21 ára bakvörður hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Bournemouth. Hann spilar af mikilli ákefð og hefur komið að mikilvægum mörkum en hann er með fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Liverpool vill fá inn vinstri bakvörð og félagið sagt hafa áhuga á Kerkez. Sjálfur segir leikmaðurinn í viðtali við The Athletic að hann sé meðvitaður um umræðuna um framtíð sína.
„Ég sé alveg hvað er verið að tala um. Þegar menn segjast ekki fylgjast með því sem er sagt um þá eru þeir að ljúga því," segir Kerkez.
„Ef einhver segir eitthvað slæmt um mig þá held ég bara áfram að vinna vinnuna mína, og líka ef einhver segir eitthvað gott. Þetta er bara hluti af starfi mínu."
„Maður hefur átt drauma um að spila á hæsta getustigi, vinna bikara og spila fyrir bestu liðin. Þetta eru mál sem umboðsmaður minn og pabbi minn sjá um. Tímabilið er í gangi og það er ekkert að ræða. Það eru stórir leikir framundan, við sjáum hvað gerist í sumar."
Kerkez er einn eftirsóttasti bakvörður Evrópuboltans og framtíð bakvarðarins Andy Robertson hjá Liverpool er talin í óvissu. Frammistaða hans er talin hafa farið niður á við.
Athugasemdir