Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool vill kaupa arftaka Trent frá Leverkusen
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hið sögufræga PA Media greinir frá því að Liverpool hafi opnað viðræður við Bayer Leverkusen um vængbakvörðinn Jeremie Frimpong.

Trent Alexander-Arnold virðist vera á förum frá félaginu þar sem hann er í samningsviðræðum við spænska stórveldið Real Madrid um þessar mundir.

Þessi ákvörðun hægri bakvarðarins, sem er uppalinn í Liverpool, er afar umdeild meðal fótboltaunnenda. Hann virðist ætla að yfirgefa uppeldisfélagið sitt á frjálsri sölu eftir rúmlega 20 ára dvöl.

Frimpong er 24 ára gamall, tveimur árum yngri en Trent, og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í sterku liði Leverkusen. Hann er afar sókndjarfur bakvörður en er ólíkur Trent að því leyti að hann reiðir sig meira á hraða og snerpu frekar heldur en tækni og sendingagetu.

Frimpong á þrjú ár eftir af samningi en mun þó ekki kosta mikið. Hann er sagður vera með söluákvæði í samningi sínum við Leverkusen sem nemur um 40 milljónum evra.

Frimpong hefur komið að 15 mörkum í 40 leikjum á yfirstandandi tímabili, eftir að hafa komið að 24 mörkum í 47 leikjum á síðustu leiktíð.

Frimpong á 12 A-landsleiki að baki fyrir Holland og lék fyrir Celtic áður en hann skipti yfir til Þýskalands, eftir að hafa alist upp hjá Manchester City frá tíu ára aldri.

Real Madrid, Barcelona og Manchester United eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Frimpong, en þess má geta að Celtic fær 30% af kaupverðinu á honum í kassann hjá sér, sem samsvarar rúmlega 13 milljónum evra.
Athugasemdir
banner
banner