Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   fös 28. mars 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Augnablik fór illa með Árborg - Léttir og Ýmir úr leik
Mynd: Augnablik
Mynd: Hanna Sím
Þremur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Mjólkurbikarnum þar sem heimaliðin þrjú töpuðu öll.

Árborg steinlá gegn Augnabliki þar sem gestirnir úr Kópavogi skoruðu fjögur mörk gegn engu. Staðan var 0-1 í leikhlé og urðu lokatölur 0-4.

Léttir tapaði þá heimaleik gegn Kríu eftir að hafa tekið forystuna á 16. mínútu og leitt 1-0 í hálfleik. Ingi Hrafn Guðbrandsson og Pétur Theódór Árnason snéru dæminu við og tryggðu Kríu sigur.

Að lokum er Ýmir úr leik eftir skemmtilegan leik gegn Höfnum þar sem heimamenn leiddu 1-0 í hálfleik í Kórnum.

Hafnir snéru stöðunni við í síðari hálfleik þar sem Ísak John Hill Ævarsson kom inn af bekknum og skoraði þrennu. Staðan var orðin 1-4 fyrir Hafnir þegar endurkoma heimamanna fór af stað, en hún kom of seint.

Ásgeir Lúðvíksson og Guðmundur Axel Blöndal minnkuðu muninn niður í eitt mark en höfðu ekki tíma til að skora jöfnunarmark. Lokatölur urðu því 3-4.

Árborg 0 - 4 Augnablik
0-1 Halldór Atli Kristjánsson ('20 )
0-2 Róbert Laufdal Arnarsson ('68 )
0-3 Steinar Hákonarson ('77 )
0-4 Viktor Andri Pétursson ('87 )

Léttir 1 - 2 Kría
1-0 Viktor Dagsson ('16 )
1-1 Ingi Hrafn Guðbrandsson ('59 )
1-2 Pétur Theódór Árnason ('81 )

Ýmir 3 - 4 Hafnir
1-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('7)
1-1 Bessi Jóhannsson ('47)
1-2 Ísak John Hill Ævarsson ('54)
1-3 Ísak John Hill Ævarsson ('68)
1-4 Ísak John Hill Ævarsson ('71)
2-4 Ásgeir Lúðvíksson ('88)
3-4 Guðmundur Axel Blöndal ('92)
Athugasemdir
banner
banner