
Úrslit hafa borist úr fjórum af leikjum kvöldsins sem hófust klukkan 19:00, þar sem KÁ tókst að slá Vængi Júpiters úr leik á Fjölnisvelli í Grafarvogi.
Ágúst Jens Birgisson og Nikola Dejan Djuric skoruðu mörk KÁ með stuttu millibili í fyrri hálfleik og tókst heimamönnum ekki að minnka muninn fyrr en seint í uppbótartíma. Jósef Farajsson Shwaiki skoraði á 94. mínútu en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.
KFR fer einnig áfram í næstu umferð þrátt fyrir að hafa lent tveimur mörkum undir á útivelli gegn SR í Þróttheimum í Laugardal. Markús Pálmi Pálmason kom SR í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Rangæingum tókst að jafna metin fyrir leikhlé.
Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bjarni Þorvaldsson til að fullkomna endurkomu KFR og reyndist það sigurmark leiksins. Lokatölur 2-3.
Úlfarnir lentu þá ekki í vandræðum gegn Stokkseyri á meðan Elliði lagði KFK þægilega að velli. Natan Hjaltalín var atkvæðamestur í sigri Elliða með tvennu.
Vængir Júpiters 1 - 2 KÁ
0-1 Ágúst Jens Birgisson ('36 )
0-2 Nikola Dejan Djuric ('39 )
1-2 Jósef Farajsson Shwaiki ('90 )
SR 2 - 3 KFR
1-0 Markús Pálmi Pálmason ('13 )
2-0 Markús Pálmi Pálmason ('31 )
2-1 Hjörvar Sigurðsson ('34 )
2-2 Helgi Valur Smárason ('39 )
2-3 Bjarni Þorvaldsson ('51 )
Úlfarnir 3 - 0 Stokkseyri
1-0 Gylfi Már Hrafnsson ('23 )
2-0 Árni Flóvent Vilbergsson ('56 )
3-0 Trausti Freyr Birgisson ('90 )
KFK 1 - 5 Elliði
0-1 Óðinn Arnarsson ('2 )
0-2 Pétur Óskarsson ('24 )
1-2 Keston George ('35 )
1-3 Natan Hjaltalín ('43 )
1-4 Jóhann Andri Kristjánsson ('55 )
1-5 Natan Hjaltalín ('67 )
Athugasemdir