Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Osasuna kvartar undan ólöglegum leikmanni Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona sigraði 3-0 gegn Osasuna er liðin mættust í efstu deild spænska boltans í gærkvöldi.

Inigo Martinez lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Barcelona en það gæti komið í bakið á liðinu þar sem ýmislegt bendir til þess að hann hafi verið ólöglegur í leiknum.

Martinez var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir landsleikjahléð en meiddist lítillega í sigri Börsunga gegn Atlético Madrid 16. mars og dró sig því úr spænska hópnum daginn eftir.

Samkvæmt reglum FIFA má leikmaður sem dregur sig úr landsliðshóp vegna meiðsla ekki spila keppnisleik með félagsliði sínu innan við fimm dögum eftir síðasta landsleik í landsleikjahlénu.

Spánn tók á móti Hollandi 23. mars, fjórum dögum áður en Barcelona og Osasuna áttust við. Martinez var því tæknilega séð ólöglegur gegn Osasuna.

Barcelona mun svara þessu með því að segja að Martinez var ekki partur af landsliðshópnum, þar sem hann dró sig úr hópnum áður en leikmenn komu saman til æfinga.

Osasuna hefur sent kvörtun til spænska fótboltasambandsins og stjórnar La Liga í tilraun til að fá dæmdan sigur vegna reglubrots. Stuðningsmenn fylgjast spenntir með þróun mála.

Barcelona er með þriggja stiga forystu á toppi La Liga eftir sigurinn gegn Osasuna.
Athugasemdir
banner
banner