Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   fös 28. mars 2025 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen setur pressu á Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen 3 - 1 Bochum
1-0 Aleix Garcia ('20 )
1-1 Felix Passlack ('26 )
2-1 Victor Boniface ('60 )
3-1 Amine Adli ('87 )

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen tóku á móti fallbaráttuliði Bochum í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Heimamenn voru sterkari aðilinn og sigruðu að lokum, en staðan var jöfn stærsta hluta leiksins.

Aleix Garcia tók forystuna fyrir Leverkusen á 20. mínútu með frábæru skoti úr D-boganum eftir gott samspil við Exequiel Palacios. Felix Passlack jafnaði skömmu síðar með stórkostlegu skoti eftir að hafa tekið vel á móti skoppandi bolta eftir vandræðagang í öftustu línu hjá Leverkusen.

Staðan var 1-1 í hálfleik og hélst jöfn allt þar til á 60. mínútu, þegar Victor Boniface tók forystuna á ný eftir vel útfærða aukaspyrnu.

Leverkusen var sterkari aðilinn og innsiglaði Amine Adli sigurinn á lokamínútunum þegar hann skoraði eftir skyndisókn. Palacios bjó markið til með góðum spretti og laglegri stoðsendingu.

Lokatölur urðu 3-1 og er Leverkusen þremur stigum á eftir toppliði FC Bayern, sem tekur á móti nýliðum St. Pauli á morgun.

Bochum er í fallsæti, fimm stigum frá St. Pauli sem situr í öruggu sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 30 22 6 2 87 29 +58 72
2 Leverkusen 30 18 10 2 64 35 +29 64
3 Eintracht Frankfurt 30 15 7 8 58 42 +16 52
4 RB Leipzig 30 13 10 7 48 38 +10 49
5 Freiburg 30 14 6 10 43 47 -4 48
6 Mainz 30 13 8 9 48 36 +12 47
7 Dortmund 30 13 6 11 57 47 +10 45
8 Werder 30 13 6 11 48 54 -6 45
9 Gladbach 30 13 5 12 48 46 +2 44
10 Augsburg 30 11 10 9 33 40 -7 43
11 Stuttgart 30 11 8 11 56 50 +6 41
12 Wolfsburg 30 10 9 11 53 47 +6 39
13 Union Berlin 30 9 8 13 30 44 -14 35
14 St. Pauli 30 8 6 16 26 36 -10 30
15 Hoffenheim 30 7 9 14 38 55 -17 30
16 Heidenheim 30 6 4 20 32 60 -28 22
17 Bochum 30 5 5 20 29 62 -33 20
18 Holstein Kiel 30 4 7 19 41 71 -30 19
Athugasemdir
banner