Arnór Sigurðsson trónir á toppi lista Fotbollskanalen yfir bestu kaupin í sænsku úrvalsdeildinni.
„Hefur áður sýnt að hann er klassaleikmaður í þessari deild. Hefur áður sýnt að hann getur svifið um völlinn og verið óstöðvandi. Íslendingurinn kemur með aukakrydd í sókn Malmö," er skrifað um Arnór sem yfirgaf Blackburn og gekk í raðir sænska meistaraliðsins.
„Hefur áður sýnt að hann er klassaleikmaður í þessari deild. Hefur áður sýnt að hann getur svifið um völlinn og verið óstöðvandi. Íslendingurinn kemur með aukakrydd í sókn Malmö," er skrifað um Arnór sem yfirgaf Blackburn og gekk í raðir sænska meistaraliðsins.
Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon er einnig á listanum en hann situr í áttunda sæti. Elfsborg keypti Júlíus frá Fredrikstad.
„Íslenskur landsliðsmaður, fyrirliði Fredrikstad og miðjumaður sem stóð upp úr í norsku deildinni. Þessi 26 ára leikmaður sem hættir aldrei að hlaupa ætti að verða mjög notadrjúgur fyrir Elfsborg," segir í umfjöllun um Júlíus.
Hér má sjá listann í heild sinni en sænska deildin fer af stað á morgun.
Athugasemdir