Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   fös 28. apríl 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helena Ósk verður líklega ekkert með í sumar
Helena hér í bikarúrslitaleiknum með Breiðabliki í fyrra.
Helena hér í bikarúrslitaleiknum með Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Helena Ósk Hálfdánardóttir var ekki með Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en hún hefur ekki spilað með liðinu í vetur vegna slæmra meiðsla.

Þessi öflugi kantmaður varð fyrir því óláni í vetur að slíta krossband og verður því líklega ekkert með í sumar.

Helena Ósk, sem er 22 ára gömul, gekk í raðir Breiðabilks fyrir tímabilið í fyrra og lék tíu leiki með liðinu í Bestu deildinni.

Hún byrjaði þegar Blikar mættu Val í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli en Valur vann þann leik, 2-1.

Helena er uppalin í FH en hún hefur einnig spilað leiki með Fylki í efstu deild.

Breiðablik er spáð góðu gengi í sumar en liðið byrjaði tímabilið á því að tapa 1-0 gegn Val á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner