Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 28. júlí 2024 21:46
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Viljum taka þátt í þeirri úrslitakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Maður vissi ekki hvernig þetta myndi fara allt saman. Erum búnir að æfa mjög og síðasta vika var frábær. Þetta voru svona lotur, við héldum að við værum að fara að spila við Val og svo var leiknum frestað sagði kampakátur Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir stórgóðan sigur sinna manna á Val  4 - 1 í lokaleik 15. umferðar Bestu deildar karla en leikurinn átti upprunalega að fara fram á síðastliðinn mánudag.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Valur

Við vorum ofboðslega ferskir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Nýttum vindinn vel og refsuðum á réttum augnablikum og stálum boltanum hátt af þeim einstaka sinnum sem skóp þennan sigur.

Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel.

Það er eins og þessi leiðinlega lumma, næsti leikur. Auðvitað kítlar það alla að reyna að berjast og það er yfirlýst markmið hjá okkur að reyna að vera í baráttunni um topp 6 eins lengi og hægt er og við erum þar ennþá og við ætlum að reyna að vera það áfram og gefa sjálfum okkur möguleika að taka þátt í þeirri úrslitakeppnni.

Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu hér að ofan og þar ræðir hann m.a. mögulega styrkingu inn í hópinn með Hollenskum sóknarmanni. 


Athugasemdir
banner