Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   lau 29. mars 2025 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Bæði lið Fram unnu fjögurra marka sigra
Fred
Fred
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karla og kvennalið Fram unnu góða sigra í æfingaleikjum í dag. Bæði lið spila í Bestu deildinni í sumar en kvennaliðið er nýliði eftir að hafa hafnað í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Karlaliðið fékk Gróttu í heimsókn og vann 4-0 sigur. Fred Saraiva, Már Ægisson og Vuk Oskar Dimitrijevic komust á blað en Grótta varð einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Grótta féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar.

Kvennaliðið hélt til Keflavíkur og vann 6-2 sigur. Lily Farkas gekk til liðs við Fram í vetur frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hún skoraði þrennu í dag. Murielle Tiernan, Una Rós Unnarsdóttir og Alda Ólafsdóttir komust einnig á blað.
Athugasemdir
banner