Íslendingalið Kristianstad vann fyrsta leik sinn í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er liðið vann Häcken, 2-0, á heimavelli í dag.
Alexandra Jóhannsdóttir og Guðný Árnadóttir sameinuðu krafta sína í öðru marki Kristianstad en Guðný fann Alexöndru sem gerði fyrsta mark sitt á tímabilinu.
Þetta er þá annað markið sem Alexandra kemur að í deildinni en hún lagði upp eitt mark í fyrstu umferðinni.
Kristianstad var að ná í sín fyrstu stig á tímabilinu og mætir næst Malmö.
María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði allan leikinn með Linköping sem tapaði fyrir Hammarby, 5-0. Linköping hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni.
Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga unnu annan leik sinn í norsku úrvalsdeildinni er liðið bar sigur úr býtum gegn Roa, 1-0, á útivelli. Þrjú lið eru jöfn að stigum eftir tvær umferðir.
Skagfirðingurinn Marie Jóhannsdóttir spilaði þá með B-deildarliði Molde er það vann Tromsö, 3-1. Molde er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Sunneva Hrönn SIgurvinsdóttir var í liði FCK sem gerði 1-1 jafntefli við Fortuna Hjörring í fyrri leik liðanna í undanúrslitum danska bikarsins. Síðari leikurinn er spilaður á heimavelli Fortuna og fer fram 17. apríl næstkomandi.
Athugasemdir