Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór þreytti frumraun sína með Malmö - Ísak meiddist á æfingu
Mynd: Malmö
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: NAC Breda
Arnór SIgurðsson þreytti frumraun sína með Malmö í dag en hann var í byrjunarliðinu þegar liðið vann 1-0 gegn Djurgarden í fyrstu umferð sænsku deildarinnar.

Arnór gekk til liðs við félagið frá Blackburn í febrúar eftir að hafa rift samningi sínum við enska félagið. Hann hefur verið að kljást við meiðsli en spilaði rúman klukkutíma í dag. Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi liðsins.

Daníel Freyr Kristjánsson kom inn á sem varamaður þegar Frederica vann Kolding 1-0 í efri hlutanum í næst efstu deild í Danmörku. Ari Leifsson er frá vegna meiðsla hjá Kolding. Esbjerg vann 3-0 sigur á Hvidovre en Breki Baldursson var ekki í leikmannahópi Esbjerg.

Frederica er í 2. sæti með 43 stig eftir 23 umferðir. Esbjerg í 4. sæti með 37 stig og Kolding í 6. sæti með 34 stig. Tvö efstu liðin komast upp í efstu deild.

Jón Dagur Þorsteinsson kom ekkert við sögu þegar Hertha Berlin vann 3-1 gegn Karlsruher í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 13. sæti með 32 stig eftir 27 umferðir.

Benoný Breki Andrésson kom inn á sem varamaður þegar Stockport vann 2-1 gegn Burton í ensku C-deildinni. Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Burton, er fjarverandi vegna meiðsla. Stockport er í 5. sæti með 68 stig eftir 39 umferðir. Burton hefur leikið 38 leiki og ere í 21. sæti með 36 stig, Liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður þegar Birmingham vann Shrewsbury 4-1. Birmingham er á toppnum í C-deildinni með 86 stig eftir 37 leiki. Liðið er með níu stiga forystu á Wrexham sem hefur spilað tveimur leikjum meira.

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn þegar Cracovia vann 3-1 gegn Puszcza í pólsku deildinni. Cracovia er í 6. sæti með 41 stig eftir 26 umferðir. Danijel Djuric spilaði um hálftíma þegar Istra 1961 vann 2-1 gegn Osijek í króatísku deildinni. Istra fór upp fyrir Osijek í 7. sæti deildarinnar, liðið er með 32 stig eftir 27 umferðir.

Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn í 2-1 tapi Triestina gegn FeralpiSalo í ítölsku C-deildinni. Triestina er í 17. sæti með 33 stig eftir 34 umferðir, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Rosenborg lagði Stromsgodset 2-1 í fyrstu umferð norsku deildarinnar. Logi Tómasson spilaði allan leikinn fyrir Stromsgodset en Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg þar sem hann meiddist á æfingu liðsins í vikunni. Það ætti ekki að taka Ísak langan tíma að snúa aftur á völlinn.

Elías Már Ómarsson og Brynjólfur Willumsson komu inn á sem varamenn þegar NAC Breda, lið Elíasar, og Groningen, lið Brynjólfs, gerðu 1-1 jafntefli í hollensku deildinni. Groningen komst yfir en missti mann af velli undir lokin. Breda jafnaði metin seint í uppbótatímanum með marki úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner