Þýska félagið Bayern München er alvarlega að íhuga þann möguleika að kalla franska sóknarmanninn Mathys Tel til baka úr láni frá Tottenham fyrir HM félagsliða í sumar.
Tottenham fékk Tel á láni í lok janúargluggans í samningnum er 50 milljóna punda kaupákvæði.
Ekki er útlit fyrir að Tottenham fá tækifærið til að nýta það ákvæði en Kicker segir frá því í dag að Bayern sé að íhuga að kalla hann til baka.
Félagið ætlar að reyna kalla sem flesta til baka fyrir HM félagsliða sem fer fram í sumar og er Tel einn af þeim leikmönnum sem Vincent Kompany vill fá aftur. Mótið hefst 14. júní og klárast mánuði síðar.
Alþjóðafótboltasambandið, FIFA, opnaði nýjan glugga sem gildir frá 1. til 10. júní en þar getur Bayern kallað til baka leikmenn sem eru á láni frá öðrum félögum.
Tel hefur spilað 7 leiki með Tottenham í öllum keppnum og skorað eitt mark en það gerði hann í 2-1 tapi liðsins gegn Aston Villa í bikarnum.
Athugasemdir