Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern staðfestir samningsviðræður við þrjá leikmenn
Mynd: EPA
Christoph Freund, yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern, hefur staðfest að þýska stórveldið er í samningsviðræðum við þrjá leikmenn um þessar mundir sem verða allir samningslausir í sumar.

Yngstur þeirra er Leroy Sané, 29 ára kantmaður sem hefur komið að 13 mörkum í 35 leikjum á tímabilinu. Sané hefur spilað yfir 200 leiki á fimm árum hjá Bayern, eftir að félagið keypti hann úr röðum Manchester City sumarið 2020.

Varnarmaðurinn fjölhæfi Eric Dier er einnig í viðræðum við Bæjara, en hann hefur komið við sögu í 18 leikjum það sem af er tímabils. Dier er 31 árs gamall og hefur reynst traust og góð varaskeifa fyrir þýsku risana.

Að lokum er Thomas Müller mögulega að fá nýjan samning. Þessi 35 ára kempa er goðsögn hjá félaginu en kemur nú orðið að mestu inn af bekknum í leikjum liðsins. Hann hefur þó komið að 10 mörkum í 34 leikjum það sem af er tímabils, þrátt fyrir að spila oft aðeins örfáar mínútur í hverjum leik.
Athugasemdir
banner
banner