Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 29. mars 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern vill kaupa markvörð Brighton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski markvörðurinn Bart Verbruggen er gríðarlega eftirsóttur um þessar mundir og hafa stórveldin Barcelona og FC Bayern bæði verið orðuð við hann.

Verbruggen hefur verið öflugur á milli stanga Brighton á tímabilinu og er orðinn aðalmarkvörður hollenska landsliðsins.

Spænskir miðlar greindu frá því að Barcelona hyggðist gera 30 milljón punda tilboð í Verbruggen og halda enskir miðlar því fram að Bayern sé einnig með í baráttunni.

Það er þó talið að Brighton muni ekki selja markvörðinn fyrir minna heldur en 60 milljónir punda.

Verbruggen er 22 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi sínum við Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner