Brighton og Nottingham Forest eigast við í 8-liða úrslitum enska bikarsins á AMEX-leikvanginum í Brighton klukkan 17:15 í dag.
Tvö eru síðan Brighton komst síðast í undanúrslit en Forest freistir þess að komast þangað í fyrsta sinn síðan árið 1991 en það ár fór liðið alla leið í úrslit og tapaði síðan fyrir Tottenham.
Stærstu fréttirnar eru þær að markaskorarinn mikli, Chris Wood, er ekki í hópnum hjá Forest eftir að hafa meiðst í landsliðsglugganum með Nýja-Sjálandi.
Taiwo Awoniyi er fremstur hjá Forest á meðan Danny Welbeck leiðir sóknarlínu Brighton.
Brighton:Verbruggen, Hinshelwood, Webster, Van Hecke, Estupinan, Baleba, Ayari, Rutter, Minteh, Welbeck, Mitoma.
Forest: Sels, Aina, Milenkovic, Murillo, Williams, Dominguez, Yates, Anderson, Gibbs-White, Danilo, Awoniyi.
Athugasemdir