Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   lau 29. mars 2025 14:41
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Baráttustig hjá Plymouth - Luton vann á sjálfsmarki
Mynd: Norrköping
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth gerðu markalaust jafntefli við Watford í ensku B-deildinni í dag.

Hvert einasta stig mun reynast Plymouth mikilvægt í baráttu liðsins um að halda sæti sínu í deildinni.

Það hjálpaði samt liðinu ekkert sérstaklega að Luton hafi unnið 1-0 sigur á Hull City. Eina mark leiksins var sjálfsmark frá Alex Jones í upphafi síðari hálfleiks.

Plymouth er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 34 stig en Luton í næst neðsta sæti með 38 stig. Plymouth er samt aðeins fimm stigum frá öruggu sæti, en það þarf ýmislegt að ganga upp til að liðið haldi sér uppi.

Guðlaugur Victor sat allan tímann á varamannabekk Plymouth en hann hefur ekkert komið við sögu í síðustu þremur leikjum liðsins.

Topplið Leeds United og Sheffield United eru meðal þeirra liða sem Plymouth á eftir að mæta ásamt Coventry og Middlesbrough sem eru í umspilsbaráttu. Óhætt að segja að liðið þurfi á kraftaverki að halda til að halda sér uppi.

Hull City 0 - 1 Luton
0-1 Alfie Jones ('46 , sjálfsmark)

Watford 0 - 0 Plymouth
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 43 26 13 4 83 29 +54 91
2 Burnley 43 25 16 2 59 14 +45 91
3 Sheffield Utd 43 27 7 9 59 33 +26 86
4 Sunderland 43 21 13 9 58 40 +18 76
5 Bristol City 43 17 16 10 56 46 +10 67
6 Coventry 43 19 9 15 61 54 +7 66
7 Middlesbrough 43 18 9 16 63 52 +11 63
8 West Brom 43 14 18 11 51 41 +10 60
9 Millwall 43 16 12 15 42 45 -3 60
10 Blackburn 43 17 8 18 49 46 +3 59
11 Swansea 43 16 9 18 46 51 -5 57
12 Watford 43 16 8 19 51 57 -6 56
13 Norwich 43 13 14 16 66 63 +3 53
14 QPR 43 13 14 16 51 56 -5 53
15 Sheff Wed 43 14 11 18 56 66 -10 53
16 Stoke City 43 12 14 17 45 54 -9 50
17 Preston NE 43 10 19 14 44 53 -9 49
18 Portsmouth 43 13 10 20 55 69 -14 49
19 Oxford United 43 12 12 19 43 61 -18 48
20 Hull City 43 11 12 20 41 51 -10 45
21 Derby County 43 11 10 22 44 55 -11 43
22 Luton 43 11 10 22 38 63 -25 43
23 Cardiff City 43 9 15 19 45 68 -23 42
24 Plymouth 43 9 13 21 45 84 -39 40
Athugasemdir
banner