Fenway Sports Group (FSG), eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, eru að skoða það að kaupa spænska B-deildarfélagið Malaga.
Á dögunum var greint frá því að QSI (Qatar Sports Investments), sem á meðal annars Paris Saint-Germain og Braga, væri að ganga frá kaupum á Malaga en þau kaup virðst ekki vera eins frágengin og flestir miðlar töldu.
David Ornstein hjá Athletic segir að FSG hafi verulegan áhuga á því að bæta við sig öðru fótboltafélagi og að fulltrúar á þeirra vegum hafi heimsótt Malaga í febrúar með það í huga að kaupa félagið.
Kemur fram að FSG vilji kaupa 51 prósent hlut Sheikh Abudlla Al Thani.
Þessar fréttir ættu ekki að koma neinum á óvart en FSG hefur áður talað um að stækka eignasafn sitt og var það meðal annars í viðræðum um kaup á franska félaginu Bordeaux en dró sig úr viðræðunum vegna óstöðugleika í fjárhagsmálum franska boltans.
Athugasemdir